Good cities=happy people
18:00
Good cities=happy people
Good cities are like candy stores. They have something for everyone and lots of it!
Alexandria Algard arkitekt og formaður norska arkitektafélagsins heldur fyrirlestur í Norræna húsinu 1. júní kl. 18:00 um borgir og hið manngerða umhverfi. Það má segja að Alexandria sé nokkurskonar rokkstjarna arkitekta í Noregi en auk þess að hafa starfað víðsvegar um heiminn á stórum og flottum stofum, þá er hún áberandi í umræðunni, á samfélagsmiðlum og hefur haldið fyrirlestra um um hið manngerða umhverfi og áhrif þess á líðan okkar og gjörðir víðsvegar um heiminn.
Alexandria rekur sína eigin stofu í Stavanger í Noregi. Áður en hún stofnaði sína eigin stofu bjó hún í 10 ár víðsvegar um heiminn en hún er menntaður arkitekt frá Danmörku og Japan. Hún hefur m.a. unnið fyrir eftirfarandi stofur: REX in New York, OMA in Rotterdam and Herzog & deMeuron in Basel, Switzerland.
Fyrirlesturinn verður eins og fyrr segir haldinn í Norræna húsinu, stóra salnum, kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis.