Beiðni um bókun á rými

Hittumst í Norræna húsinu!

Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur sem og fyrir stærri samkomur, allt að 70 manns í sæti í einum sal. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins. Við hvetjum áhugasama til þess að fylla út umsókn um leigu á sal eða senda fyrirspurnir á booking@nordichouse.is. Skrifstofa bókana er opin þriðjudag til föstudags á milli kl. 10:00 og 12:00. 

Alvar

12 pax, 75″ skjár

Alvar fundarherbergi tekur 14-16 manns í sæti. Til staðar er 75 tommu skjár, lokað internet fyrir fundargesti og Chromecast.

Aino

8 pax, 65″ skjár

Aino fundarherbergi tekur 8-10 manns í sæti. Til staðar er 65 tommu skjár og lokað internet fyrir fundargesti.

Elissa Auditorium

Fjöldi gesta: allt að 90
Uppsetning: Ýmsir valkostir um uppröðun í boði (málþing, leikhús, kennslustofa, U-laga).
Tæknibúnaður: Lista yfir tæknibúnað má sækja hér

Tengiliður fyrir bókanir

Bókanir og frekari upplýsingar um herbergi veitir Sindri Leifsson á booking@nordichouse.is eða í síma +354 898 7030.

Veitingar — Plantan Bistró


Plantan bistró er veitingastaður og veisluþjónusta sem býður upp á lítinn árstíðarbundin matseðil þar sem áhersla er lögð á heilnæman og góðan mat, bakkelsi bakað á staðnum og gott kaffi. Allt á boðstólnum er plöntumiðað og úrvalið rúllar aðeins þar sem sköpunargleði og breytileiki árstíða fær að njóta sín.



Plantan á Facebook

Plantan á Instagram

Matur frá Plantan Bistro

Leiðsagnir

Við tökum á móti hópum í heimsókn eftir samkomulagi.