Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu: Klippi klippi klipp! Myndlistarsýning á verkum barna
Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu: Klippi klippi klipp! Myndlistarsýning á verkum barna
Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt. Nemendum í Hólabrekkuskóla Vinaskóla Norræna hússins er boðið á klippimyndasmiðju sem er tileinkuð sögulegum byggingum gamla bæjarins í Vilníus, höfuðborg Litháens. Litháenska listakonan Jurgita Motiejunaite segir börnum frá sögu byggingana, sýnir myndir af sögufrægum húsum og kastölum ásamt því að aðstoða nemendur við að skapa eigið klippilistaverk.
Verkin mynda listasýningu sem hægt verður að sjá á sýningarvegg í andyri Norræna hússins fram til loka barnamenningarhátíðar, þann 14. júní. Með auknum tilslökunum verða tækifærin til að skoða sýninguna fleiri og tilvalið fyrir fjölskyldur barna að skoða afraksturinn á komandi vikum.
Nánari upplýsingar á hrafnhildur@nordichouse.is