Örtónleikar með Janus Rasmussen
Í tilefni Vestnorræna dagsins 23. september býður Norræna húsið upp á örtónleika með færeyska tónlistarmanninum Janus Rasmussen. Tónleikarnir eru ókeypis og fara fram á bókasafni Norræna hússins.
Janus er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir sína fyrstu sólóplötu VÍN. VÍN er tekin upp eins og plötusnúðasett og samanstendur af tólf innbyrðis tengdum lögum. Á undanförnum árum hafa Janus og Ólafur Arnalds myndað færeysk-íslenska tvíeykið Kiasmos. Þeir hafa komið fram á virtum hátíðum um heim allan og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Frekari upplýsingar um tilnefninguna hér og tónlist Janusar hér.
Vegna gildandi reglna um samkomur er gestafjöldi takmarkaður en hleypt verður inn í bókasafnið og salinn meðan húsrúm leyfir.
Upplýsingar um aðra dagskrá Norræna hússins í tilefni Vestnorræna dagsins má finna hér