Kynjaþing
12:00 - 18:00
Velkomin á Kynjaþing 2019
Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin!
Dagskrá
13:00 Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi
Markmið málstofunnar er að auka vitundarvakningu og skilning á umfangi og eðli ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi.
13:00 Kynjuð heilsa
Hvað kemur á óvart ef kynin eru borin saman? Hverjar eru helstu áskoranir okkar er kemur að heilsu og velferð kynjana á 21 öldinni?
13:00 Kjaftað með kennurum
Krafan um að kynjafræði, jafnréttisfræði og/eða hinsegin fræði verði gert hærra undir höfði í skólakerfinu hefur orðið æ háværari undanfarin ár.
14:00 Kona er nefnd LIVE
Hlaðvarpið Kona er nefnd byrjaði sumarið 2019 með það markmið að tala um konur og kynsegin fólk sem hefur oft verið skrifað út úr sögunni eða ekki fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið.
14:00 Konur í upplýsingatækni við Háskóla Íslands
Ada tekur þátt í Kynjaþingi 2019 og verður með erindi um stöðu kvenna sem eru í námi tengdu upplýsingatækni. Kynjahlutföll innan upplýsingatæknideilda í Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur verða til umræðu og rætt verður um helstu áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær hefja nám og hvernig Ada vinnur að því að auðvelda konum að takast á við þær.
15:00 Samtvinnuð fjöldasamstaða
Fjöldasamstaða hefur verið undirstaða þess árangurs sem við höfum náð í jafnréttismálum á Íslandi. En hafa öll ávallt fundið sér samastað í fjöldanum? Samtvinnun eða intersectionality er sífellt mikilvægara hugtak í femínismanum, sú hugmynd að í jafnréttisbaráttu sé grundvallaratriði að líta til hinna ólíku þátta sem leiða til misréttis. Til þess að ná kynjajafnrétti er nauðsynlegt að velta sér fyrir samtvinnun kynjajafnréttis við misrétti sem á grundvelli t.d. fötlunar, kynvitundar, stéttarstöðu, kynþáttar o.s.frv.
15:00 Hvað meinarðu þegar þú segir kyn?
Það þarf að skapa umræðu um orðið kyn. Hvað meinarðu þegar þú segir „kyn“? Hver er merking orðisins? Er orðið kyn hreinlega úrelt? Áhersla verður lögð á virkar samræður og umræðuleiki. Hvetjum öll til að koma og vera með, sama hversu mikið eða lítið þið eruð að pæla í hugtakinu nú þegar.
15:00 Eru jafnréttisáhrif af álaveiðum?
Femínísk fjármál er félag sem stofnað var í kjölfar Kynjaþings 2018. Markmið félagsins eru að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.
16:00 Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar eiginlega?
Hannyrðapönk, e. craftivism, er ekkert nýtt af nálinni. Í gegnum aldirnar hefur fólk notað handverk og hannyrðir til að segja sögur, koma sjónarmiðum sínum á framfæri og til að taka sér pláss.
16:00 Reykfylltu bakherbergin
Konur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Í dag eru konur 38% þingmanna á Alþingi, sem er vissulega afturhvarf frá því sem áður var, og 47,1% bæjarfulltrúa í sveitarstjórnum. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu eru konur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa.
16:45 Femínískt hænustél!
Við ætlum að enda Kynjaþing í ár á ærlegu partýi með góðum mat, víni og óáfengum drykkjum. Feminískt partý þar sem við getum planað næstu skref byltingarinnar. Öll velkomin.
Nánari upplýsingar um Kynjaþingið HER
Fjöldamörg samtök standa fyrir viðburðum á Kynjaþingi: Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Jafnréttisnefnd SHÍ, Kona er nefnd, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, SÍBS, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UAK og W.O.M.E.N. in Iceland.