Annette Rosenvold Hvidt og Gertrud Oelsner:
Vilhelm Hammershøi – på sporet af det åbne billede, 2018
Greinargóð og vönduð lýsing á lífi Vilhelm Hammershøi frá lista- og menningarlegu sjónarhorni. Hammershøi var einn þekktasti listmálari Danmerkur og er sér á báti að meðal samtímamanna sinna í heimi listmálara. Hann varð fyrir miklum áhrifum af þróun ljósmyndarinnar á 20. öld og í málverkum hans má skynja bæði ró og frið í einlita norrænu umhverfi. Byggingar í þoku og mystri grípa áhorfandann. Hammershøi málaði ljós og skugga innandyra og var sérlega hrifin af gluggum og hurðum eldri bygginga og oft á tíðum á sínu eigin heimili. Hann ferðaðist víða og notaði hversdagslífið, og oftar en ekki eiginkonu sína og heimili þeirra við Strandgade í Kaupmannahöfn, sem myndefni. Móðir hans, systir, bróðir og eiginkona og leiðbeinandi hans S. Krøyer eru ljóslifandi á hinum fjölmörgu ljósmyndum, teikningum, málverkum, póstkortum og bréfum, sem prýða bókina. Bókin er líklega ein sú þyngsta sem Bókasafn Norræna hússins á en vel þess virði að fá að láni og njóta margra af fegurstu verkum Hammershøi.
Billeder fra Dagbladet og goodreads