Turið Sigurðardóttir og Malan Marnersdóttir

Höfundakvöld

Höfundakvöld þar sem fremstu bókmenntafræðingar Færeyja segja okkur frá áhugaverðum rithöfundum og bókmenntasögu eyjanna.

Turið Sigurðardóttir (1946) er sérfræðingur í bókmenntasögu, málvísindamaður, rithöfundur og þýðandi. Hún er með meistarapróf í bókmenntafræði og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntasögu. Sigurðardóttir kennir bókmenntir og þýðingar í Háskólanum í Færeyjum og stundar rannsóknir í færeyskri bókmenntasögu þar á meðal í barnabókmenntum og ljóðagerð. Hún er meðlimur í Færeyskri málnefnd, í stjórn Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og formaður í Færeyska rithöfundasambandinu. Sigurðardóttir hefur sent frá sér bækur og greinar um færeyska rithöfunda og færeyska bókmenntasögu auk kennslubóka í íslensku. Hún er önnur tveggja ritstjóra norsks ritsafns yfir færeyskar smásögur. Einnig hefur hún þýtt á færeysku verk fjölda íslenskra, sænskra og enskumælandi rithöfunda og má þar nefna Halldór Laxness og Astrid Lindgren. Helsta útgáfuverk hennar er sjö binda verk móðurafa hennar Simun af Skarði.

Malen Marnersdóttir (1952) er verðlaunaður höfundur fræðibóka. Hún er með háskólapróf í frönsku og dönsku. Manerdóttir kennir færeysku og norrænar bókmenntir auk fjölmiðlafræði við Háskólann í Færeyjum. Rannsóknasvið hennar er kvenrithöfundar og hlutverk þeirra og staða í færeysku samfélagi. Hún hefur verið rektor Háskólans í Færeyjum og eftir hana hafa birst greinar um færeyskar bókmenntir og færeyska kvenrithöfunda í fjölda tímarita, í Encyclopedia Nordic womens history og í bókmenntatímaritinu Brá þar sem hún er ritstjóri. Ásamt Laura Joensen hefur hún skrifað leikritið Logi, logi eldur mín sem fjallar um færeyska rithöfundinn Jóhanna Maria Skylv Hansen.