Pia Tafdrup

Höfundakvöld

Pia Tafdrup (1952) er cand.mag, ljóðskáld og rithöfundur. Hennar fyrsta bók kom út árið 1981 og síðan 1989 hefur hún verið meðlimur í Dönsku Akademíunni. Tafdrup hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1999 fyrir ljóðasafnið Dronningporten (1998), Svenske Akademis Nordiska Pris og hefur hlotið nafnbótina Riddari af Dannebrog. Hún hefur gegnum árin haldið fjölda fyrirlestra víða um heim og eru verk hennar þýdd á fjölda tungumála. Í ár mun Bókaútgáfan Sæmundur gefa út 80 af ljóðum Tafdrup á tveimur tungumálum.

Í verkum sínum tekur Tafdrup á efni eins og að fara yfir mörkin, sambúðaslit og breytingar sem rekja má til þess eina þáttar náttúru sem siðmenning hefur enn ekki náð tökum á eða okkar eigin líkama. Tilvistarkreppan í verkum hennar er leit að tengslum lífs og dauða, haturs og kærleika, tungumáls og þagnar.

Af öðrum ljóðasöfnum Tafdrup má nefna Når der går hul på en engel (1981), Den inderste zone (1983), Hvid feber (1986), Krystalskoven (1992), Tusindfødt(1999), fjórlógíuna Hvalerne í Paris (2002), Tarkovskijs heste (2002), Trækfuglens kompas (2010) og Salamandersol (2012). Að auki hefur Tafdrup gefið út ljóðabækurnar Over vandet går jeg. Skitse til en poetik (1991) og skáldsögurnar Hengivelsen (2004) og Stjerne uden land (2008).