Rosa Liksom, sem er höfundanafn Anni Ylävaara (1958), er uppalin á bóndabæ í Lapplandi umvafin hreindýrum. Hún lagði stund á Mannfræði og eyddi sínum yngri árum á ferðalögum um Evrópu þar sem hún prufaði mismunandi búsetuform. Hún hefur búið á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Rússlandi. Í augnablikinu býr hún í Helsinki þar sem hún málar og skrifar skáldsögur, smásögur, barnabækur, teiknimyndasögur, leikrit og kvikmyndahandrit. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku.
Fyrsta bók hennar Yhden Yön Pysäkki kom út 1985. Aðrar bækur eftir hana eru Unohdettu vartti (1986), Väliasema Gagarin (1987), Go Moscow go (1988) og Tyhjän ten Paratiisit (1989). Liksom skrifar gjarnan um persónur í neðstu lögum samfélagsins. Skáldsagan Kreisland (1996) er ádeila á fáránleika tilverunnar sem nær til bæði átáka og efnishyggju daglegs lífs. Skáldsagan Perhe (2000) segir á kaldhæðinn hátt frá hamingju fjölskyldu í einbýlishúsi. Sagan Hytti nro. 6 – kohtaamisia junassa (2011) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þar er brugðið upp mynd frá Sovéttímanum frá sjónarhorni finnskrar stúlku og rússnesks ferðalangs sem ferðast með Siberíuhraðlestinni. Í nýjust sögu Liksom Everstina (2017) spilar einstæð náttúra Lapplands stórt hlutverk í frásögn af ástarsambandi ungrar konu og eldri manns sem þróast í ofsafengið og ofbeldisfullt hjónaband.