Kim Leine

Höfundakvöld

Jón Yngvi Jóhannsson, lektor í íslenskum bókmenntum við HÍ stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Kim Leine (f. 1961) er fæddur í Noregi en fluttist ungur að árum til Danmerkur. Hann bjó og starfaði á Grænlandi í 15 ár en hin rómaða skáldævisaga hans Kalak segir frá dvöl hans þar líkt og margar af skáldsögum hans. Árið 2012 kom stórvirkið Profeterne i Evighedsfjorden út í Danmörku eða Spámennirnir í Botnleysufirði eins og hún heitir í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Bókin hlaut samstundis mikið lof og athygli á heimsvísu og árið 2013 hlaut Kim Leine bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Spámennina í Botnleysufirði. Höfundurinn hlaut einnig De Gyldne Laurbær, ein helstu bókmenntaverðlaun Dana fyrir bókina. Íslensk þýðing Jóns Halls Stefánssonar kom út árið 2015 og var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna árið 2016.

Nýjasta bók Kim Leine, De søvnløse, kom út á síðasta ári en í allt hafa verk hans verið þýdd á meira en 20 tungumál. Hér má svo finna tengil á upptöku af þættinum Bók vikunnar á rás 1 frá því í apríl árið 2016 en þá var Spámennirnir í Botnleysufirði til umfjöllunar. Hlusta á umfjöllun.