Katarina Frostenson (1. hluti)

Höfundakvöld

Katarina Frostenson hefur um árabil verið meðal virtustu ljóðskálda Norðurlanda og fengið virt verðlaun fyrir verk sín. Hún hefur frá árinu 1992 verið meðlimur í Sænsku akademíunni og tekur þar með þátt í vali á handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum ár hvert.

Hún kemur fram á sérstöku auka-höfundakvöldi í Norræna húsinu  þar sem Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi, ræðir við hana.