„Íslenskar raddir“

Höfundakvöld

Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Haukur Ingvarsson
og Jón Örn Loðmfjörð

Ljóðahátíðinni Audiatur í Bergen hefur verið einn helsti vettvangur framsækinnar ljóðlistar á Norðurlöndum undanfarna áratugi. Að þessu sinni ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að líta sér nær og var hátíðin helguð skáldskap í Noregi, Danmörku, Svíðþjóð, Finnlandi og Íslandi. Skipaður var kúrator í hverju landi fyrir sig sem valdi fjögur skáld til þátttöku sem var uppálagt að skrifa skáldskap sérstaklega fyrir hátíðina. Afraksturinn var gefinn út í fimm sýnisbókum á norsku með inngangi kúratoranna.

Í dagskránni „Íslenskar raddir“ munu fulltrúar Íslands á Audiatur koma fram en þau eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Haukur Ingvarsson og Jón Örn Loðmfjörð. Skáldið Eiríkur Örn Norðdahl, sem var kúrator íslenska hlutans, kemur einnig fram, auk þess sem hann kynnir skáldin, segir frá verkefninu og upplifun sinni af hátíðinni.

Þýðingum á norsku (eftir Kristján Breiðfjörð) verður varpað á tjald í salnum.

Höfundakvöldin fara fram á íslensku og skandinavísku.