Camilla Plum, fædd 1956, er danskur matgæðingur og mörgum kunn úr danska sjónvarpinu þar sem hún hefur gert þættina Boller af stål og Camilla Plum og den sorte gryde. Þættir hennar hafa verið sýndir á RÚV. Camilla er menntaður arkitekt en hefur síðan árið 1997 séð um lífrænan bóndabæ, Fuglebjerggaard á Norður-Sjálandi. Hún hefur skrifað fjöldamargar bækur um matargerð, matjurtaræktun og bakstur. Hún starfar einnig við að flytja fyrirlestra og skrifar matarumfjallanir fyrir Politiken.
Yfirlit yfir bækur Camillu Plum:
• Camillas køkkenhave, 2012
• Mit skandinaviske køkken, 2011
• The Scandinavian Kitchen, 2010
• Camillas havebog, 2009
• Jul, 2009
• Blomstrende mad, 2008
• Mormors mad, 2008
• Blomster, 2006
• Et ordentligt brød, 2005
• Umoderne mad, 2004
• Sødt, 2004
• Dejligt, 2003
• Mors mad året rundt, 2002
• Grønt, 1999
• Ælle, bælle frikadelle – Mad For Børn Og Voksne, 1997
• Emma Gad – vi gider ikke, 1983