ANERSAAQ- Listasmiðja fyrir börn


17:00 - 18:30

ANERSAAQ- Listasmiðja fyrir börn

Í tilefni þess að margmiðlunarverkefnið ANERSAAQ heimsækir Norræna húsið 13. og 14. september n.k ætlar danska listakonan Karen Thastum að bjóða börnum á aldrinum 8-14 ára að skapa með sér list.

Smiðjan verður haldin í Barnabókasafni Norræna hússins 13. september kl. 17 -18:30. Aðgangur ókeypis. 

Börnin fá tækifæri til að leggja sitt að mörkum til listaverksins sem varpað verður á Norræna húsið.

Listasmiðjan hefur verið haldin í Noregi og Grænlandi og stendur börnunum til boða að kynna sér verk annarra barna. Hægt verður að skoða  teikningar, glærur og lesa frásagnir.

Börn og ungmenni á aldrinum 8 – 14 ára eru hjartanlega velkomin að taka þátt, vinnusmiðjan fer fram á dönsku, ensku og íslensku.

ANERSAAQ - spirit of place - Tura Ya Moya Norræna húsið Workshop

Þáttaka er ókeypis. Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins.