Walk ‘n’ Bike-In – Hljóðgallerí
Norska listakonan Tulle Ruth opnar Walk ‘n’ Bike-In hljóðgallerí fyrir utan Norræna húsið.
Sýningaropnun er 20. júní kl. 17:00. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar.
Walk ‘n’ Bike-In er nýjasta útgáfa listakonunnar á verkefninu Drive-In Sound Art, sem var fyrst sett upp árið 2013 í Råde, Austfold í Noregi, þar sem er mikil bílaumferð á sumrin. Í fyrstu var verkefnið sett upp á stoppistöðvum við fjölfarnar götur en listakonunni,Tulle Ruth, til mikillar undrunar nenntu bílstjórar ekki að stöðva bílinn og fara út úr honum til að njóta tónverkanna. Þannig þróaðist hugmyndin að fyrstu Drive-In hljóðlista sýningunni í vegkantinum. Við vegkantinn þurfti ökumaðurinn aðeins að keyra meðfram skúlptúrnum, opna gluggann, hlusta og njóta.
Verkefnið fagnar nú 5 ára afmæli sínu og hefur á þeim tíma fengið að þróast og vaxa. Í dag eru tvær sýningar sem ferðast um Noreg og ein um Norðurlöndin. Sýningin sem ferðast um Norðurlöndin byrjaði í Danmörku við Rebild, þaðan fór sýningin til Kartfjordar og Lofoten áður en hún kom til Reykjavíkur. Á hverjum nýjum stað fær Drive-In sýningin nýja tónlistarmenn og nýjan búning.
Þökk sé góðu samstarfi við Norræna húsið var sýningunni breytt í Walk ‘n’ Bike-In hljóðgallerí. Galleríið innheldur verk eftir listamennina: Maia Urstad, Siri Austeen, Tine Surel Lange og Luca Forcucci (NO), Trine Hylander Friis, Flopper, Ane Østergaard (DK), Joonas Siren (FI), Anna Hedberg, Signe Liden (SE), Thurid Jonsdottir, Hafdís Bjarnadóttir og Konrad Korabiewski (IS).
Drive-In í Råde (NO, 2013), Rebild (DK, 2016) og Kartfjord (NO, 2017):
Listakonan Tulle Ruth býr og vinnur í Noregi. Verkum hennar má lýsa sem skúlptúrum í mjög víðtækum skilningi. Hún hefur lært myndlist í Svíþjóð, Noregi, Kanada og Danmörku og hefur sýnt víðsvegar í heimalandi sínu og erlendis.
Skúlptúrar hennar eru oftar en ekki abstrakt (e. Mobile) og staðsettir á óþekktum stöðum, á almenningssvæðum og eða í náttúrunni. Tulle Ruth leggur áherslu á samskipti, vistfræði og femínisma í sínum verkum og spyr spurninga er varða lífið sjálft og samfélagið í kringum hana. Verkin endurspegla hennar persónulegu skoðanir og viðhorf í daglegu lífi.
Drive-In Sound Art hefur frá því í 2013 kynnt verk eftir 50 norræna og alþjóðlega samtímalistamenn.
www.galleriruth.com
www.tulleruth.com
Styrkt af: