Wagner og Nietzsche – Vinir og fjandvinir


14:00

Wagner félagið býður til fyrirlestrar í Norræna húsinu 11. febrúar kl. 14.

Í erindinu er fjallað um það á hvaða forsendum vinátta tónskáldsins Wagners og heimspekingsins Nietsches byggðist þegar þeir kynntust og hvað olli því síðar að þeir sneru baki við hvor öðrum.

Árni Blandon hefur kynnt óperur Wagners í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er með M.Phil próf í samanburðabókmenntum frá New York háskóla með áherslu á heimspeki, sálfræði og leiklist.

Í Ríkisútvarpinu kynnti Árni á sínum tíma nær 200 söngleiki og auk þess hefur hann gert marga þætti fyrir Ríkisútvarpið þar sem erlend ljóðskáld eru kynnt en finna má þá þætti á vef RÚV. Einnig hefur Árni lesið ýmsar útvarpssögur á Rás 1. Hann lærði leiklist í London og starfaði í nokkur ár sem leikari við Þjóðleikhúsið og var meðlimur í Leikstjórafélagi Íslands.

Þegar Árni var gítarleikari í hljómsveitinni Töturum gerði hann lagið Dimmar rósir sem hefur verið hljóðritað í mörgum útgáfum og var valið eitt af Óskalögum þjóðarinnar á Ríkissjónvarpinu árið 2014. Sumar útgáfurnar má finna á utube.