Vinnustofa í vetrarfríi  – Byggðu þitt eigið Línu hús!


09:30 - 11:30
Elissa Auditorium

Á þessu skapandi námskeiði munu börn kafa ofan í heim Línu og teikna á óhefðbundinn hátt. Alveg eins og Lína! Börn munu uppgötva fjársjóði, verða hlutaleitendur og fara heim með sinneigin hlut úr heimi Línu.

Lína er hlutaleitandi og með það í huga hefst námskeiðið með fjársjóðsleit. Madalena kemur meðáhugaverða hluti og hvert barn getur valið tvo til þrjá hluti til að teikna á óvæntan hátt; undirborðið og ofan á höfuðið, rétt eins og Pippi gæti gert. Þessar teikningar verða bæði fyndnar og skrýtnar og skapa stemningu, þær eiga ekki að vera fullkomnar. Að teikna undir borðið verður þreytandi fyrir handleggina en markmiðið er að verða rosalega sterk eins og Lína!

Teikningarnar verða klipptar út svo þær verða að einskonar „límmiðum“ til að skreyta lítið pappahús. Þau munu einnig fá tækifæri til að skapa með litríkum japönskum pappír til að líma og skreyta húsið til að gera það einstakt. Madalena hvetur börn til að vinna sjálfstætt, klippa sínar eigin teikningar og form. Markmiðið er að hvetja börn til að kanna, finna upp og deila einstöku sjónarhorni sínu í gegnum list.

„Línu viðhorfið snýst um sjálfstæði og skemmtun og það er það sem ég vil koma með.“

Madalena er portúgölsk listakona og sögukona sem telur að ímyndunaraflið vaxi best í gegnum leik. Hún kennir vinnustofur sem eru skapandi ævintýri þar sem allt er mögulegt! Með henni er hægt að gera tilraunir og teikna á hvolfi, búa til náttúruleg blek og finna óvænta fjársjóði…

Eftir vinnustofuna eru börn hvött til að leika sér, nota gagnvirka leiki og skoða nýju Línu Langsokk-sýninguna á barnabókasafninu:  Lína, lýðræðið & raddir barna! Vinnustofan er ókeypis og fer fram á ensku, íslensku og portúgölsku. Til að skrá sig vinsamlegast sendið upplýsingar um barnið – fullt nafn og aldur ásamt símanúmeri foreldra eða umsjónarmanns á: hrafnhildur@nordichouse.is

Aldurshópur: 6–8 ára

AÐGENGI: Barnabókasafnið er aðgengilegt fyrir hjólastóla frá Hvelfingu sýningarrými. Starfsfólk bókasafns gefur góðar leiðbeiningar. Á aðalhæð hússins er lyfta sem leiðir niður í Hvelfingu og á sömu hæð er salerni aðgengilegt hjólastólum, öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu.

Aðrir viðburðir