Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd


12:00 - 13:00

Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd

Opinn fundur á vegum UNICEF og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 20. mars, frá kl. 12 til 13 í Norræna húsinu

Skýrsla UNICEF um stöðu barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum, kemur út þann 20. mars. Skýrslan er samstarfsverkefni landsnefnda UNICEF á Norðurlöndunum og Innocenti, rannsóknarmiðstöð UNICEF. Á fundinum mun Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, kynna niðurstöður skýrslunnar ásamt tillögum um úrbætur sem taldar eru nauðsynlegar svo réttindi barnanna séu virt að fullu. Ísold Uggadóttir, leikstjóri, mun fjalla um reynslu sína við gerð myndarinnar, Andið eðlilega.

Í kjölfarið munu fara fram pallborðsumræður um efni skýrslunnar

Pallborð:
Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu
Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri Norrænnar stofnunar um fólksflutninga og stjórnarmaður UNICEF
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar

Fundarstjóri: Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi

Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.