Vagninn – matarupplifunarverk


17:00 - 18:40

Vagninn er matarupplifunarverk þar sem íslenskt samfélag er skoðað í gegnum mat og matarmenningu. Á matseðlinum finnur þú afbrigði af hinni klassísku íslensku pylsu, innblásna af hinum ýmsu menningarhópum sem búa á Íslandi – vafna inn í altæka matarupplifun.
Vagninn er tilraun til að auka samskipti, samtal og flæði hugmynda á milli mismunandi menningarhópa á Íslandi á lifandi og skemmtilegan hátt.

Höfundur og leikstjóri Vagnsins er Sonja Kovacevic.

Viðburðurinn er partur af sýningunni Af stað! // Go! sem stendur yfir í Norræna húsinu frá 1. des. til 12. jan.

Praktískar upplýsingar

  • Sýningin fer fram á ensku, tekur um 100 mínútur og pláss er fyrir 24 þátttakendur.
  • Aldurstakmark er 18 ára.
  • Miðaverð: 1.670 kr. – Þriggja rétta máltíð er innifalin í miðaverðinu. Kaupa þarf miða fyrirfram á tix.is Miðasala einnig í hnappnum hér fyrir neðan.
  • Ertu vegan? sendu póst á vagninnrvk@gmail.com
  • Allar máltíðir eru unnar af faglærðum kokkum.
  • Ertu með fæðuofnæmi? sendu okkur póst vagninnrvk@gmail.com

Vinsamlegast vertu viss um að láta okkur vita fyrirfram ef þú ert með matarofnæmi!

Hópurinn á bak við Vagninn:
Sonja Kovacevic – höfundur og leikstjóri
Audrone Satkute – Kokkur
Eleni Podara – listrænn hönnuður
Rebekka A. Ingimundardóttir – listrænn ráðgjafi og dramatúrk
Steindór Grétar Kristinsson – höfundur tónlistar
Aðalborg Birta Sigurðardóttir – Vagninn lógó

Verkefnið er styrkt af mennta- og menningamálaráðuneytinu og leiklistarráði.

Viðburðurinn á Facebook

kaupa miða