Upphaf formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni


16:30

Ísland tók við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hinn 1. janúar sl. og gegnir henni árið 2019. Í tilefni af því er boðið til viðburðar í Norræna húsinu þriðjudaginn 22. janúar kl. 16.30-18.00 þar sem formennskuáætlun Íslands verður kynnt og stuttlega fjallað um verkefnin framundan, sjá boðskort á viðhengi (ath: aðeins sent út rafrænt). Að lokinni dagskrá mun Ari Eldjárn kitla hláturtaugarnar og svo verður tengslamyndunarmóttaka fyrir gesti.

Dagskrá 22. janúar.

16.30 Sabine Westerholm, nýr forstjóri Norræna hússins: Býður fólk velkomið.
16.35 Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda: Gagnvegir góðir, formennskuáætlun Íslands.
16.45 Dagfinn Hoybraten, framkvæmdastjóri Norrrænu ráðherranefndarinnar: Norrænt samstarf og framtíðin.
16.50 Ari Eldjárn: Hugleiðingar um Norðurlöndin og norrænt samstarf.
17.00 Móttaka í anddyri Norræna hússins.

Viðburðurinn er opinn öllum og eru fulltrúar Íslands í norrænu samstarfi á formennskuárinu boðnir sérstaklega velkomnir.

Formennskuáætlun Íslands

Gagnkvæm og góð samvinna: Formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2019.