Umhverfishátíð í Norræna húsinu.


12-16

Helgina 11-12. maí verður boðið upp á fjölbreytta og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu.  Áherslan verður lögð á viðgerðamenningu og aðferðir til að lengja líftímann á eigulegum og þörfum hlutum sem finnast á hverju heimili – allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista!

Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.

Yfir helgina veður meðal annars boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, markað, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Viðburðir sem eru báða dagana

Upplýsingabásar og kynningar / staðsetning

• FabLab / Salur
• Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi / Salur
• Í boði náttúrunnar / Salur
• Mena vefverslun / Salur
• Mistur vefverslun / Salur
• Plan Toys / Salur
• Tool Library & Repair café / Salur
• Umhverfisstofnun / Salur
• VOR – Verndun og ræktun / Salur
• Ungir umhverfissinnar / Salur
• Töskur með tilgang / Salur

Misbrigði: Sýning unnin af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Ný hönnun úr annars ósöluhæfum fötum. / Anddyri Norræna hússins

Saumaverkstæði kvenfélagskvenna: Vantar þig aðgang að saumavél? Kvenfélagasamband Íslands setur upp saumaverkstæði og aðstoðar gesti og gangandi við að bæta og breyta eigulegum fötum. Prjónasérfræðingur félagsins býður einnig upp á aðstoð og ráðgjöf varðandi viðgerðir á prjónafatnaði – einstakt tækifæri til að gera við t.d. kæra lopapeysu! / Alvar stofa

Lífrænt vottað á Aalto Bistro: Í tilefni hátíðarinnar býður sjónvarpskokkurinn Sveinn Kjartansson upp á glænýja réttir sem eldaðir verða eingöngu með lífrænum íslenskum matvælum í samstarfi við VOR, félag framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu. / AALTO Bistro

Umhverfisskóli Landverndar: Landvernd stendur fyrir Sjávardýrasmiðju á Umhverfishátíð Norræna hússins og býður krökkum og foreldrum þeirra í fræðandi samtal og listasmiðju þar sem málefni hafsins eru í brennidepli. Fjallað verður m.a. um hið fjölbreytta og undraverða dýralíf hafsins og hætturnar sem að því steðja. Við kynnumst t.a.m. dýrategundum við Íslandsstrendur sem eru í útrýmingarhættu, sem og aðferðum sem er beitt til að vernda viðkvæma stofna. Krakkarnir velja sér því næst dýr til að vinna áfram með í grímugerð og listasmiðju.
Umhverfisskóli Landverndar, laugardag kl. 13:30-15:30 SKRÁNING
Umhverfisskóli Landverndar, sunnudag kl. 12:00-14:00 SKRÁNING
Nánari upplýsingar um viðburðinn hér / Barnabókasafn

Sérfræðingar á slaginu:
Spjall og spurningar á heila tímanum um efni sem tengjast viðgerðamenningu og 12. sjálfbærnimarkmiði SÞ. Við fáum til okkar Umhverfisráðherra og sérfræðinga úr ýmsum áttum. / Bókasafn

 • Umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson / laugardag kl. 13 / opnunarerindi
 • Anna Matos / Tool Library & Repair Café / laugardag kl. 14 /sjálfbært hagkerfi (fer fram á ensku)
 • Vilborg Oddsdóttir / Hjálparstarf kirkjunnar / laugardag kl. 15 /Efni: Töskur með tilgang
 • Hafliði Ásgeirsson / Fab Lab/ sunnudag kl. 13. / Design global, make local – How local fabrication technology can limit global transportation of goods (fer fram á ensku)
 • Harpa Júlíusdóttir / Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi / sunnudag kl. 14 / Sjálfbærnimarkmið SÞ, Ábyrg framleiðsla og neysla
 • Birgitta Stefánsdóttir / Umhverfisstofnun / sunnudag kl. 15 / Efling hringrásarhagkerfisins

Viðburðir sem eru aðeins annan daginn

Laugardagur
Dr. Bæk: hjólaviðgerðir við Norræna húsið, kl. 12-16 / Bílastæði

Spillivagninn: Reykjavíkurborg hefur látið útbúa sérstaka bifreið sem heitir Spillivagninn. Vagninn verður að sjálfsögðu á svæðinu og tekur á móti ónýtum raftækjum (50 cm og minni) og spilliefnum. Bílastæði
Hvað eru spilliefni?

Sunnudagur
Repair Café kl. 12-16 / Gróðurhús

Bíó: Heimildarmyndin  The Light Bulb Conspiracy, kl. 17:00-18:00 / Salur
Frábær heimildarmynd frá árinu 2010, sem sýnir hvernig framleiðendur á ýmsum heimilisraftækjum hafa vísvitandi lækkað gæði og endingartíma á vörum undanfarin 100 ár til að auka hagnað og hagvöxt – á kostnað neytenda og umhverfisins.

Bíó: Heimildarmyndin The True Cost + Umræður, kl. 18:00-20:00 / Salur
The True Cost er áhrifamikil bandarísk heimildarmynd frá 2015 sem fjallar um tískusóun í alþjóðlegu samhengi. Að sýningu lokinni ræðir Kristborg Sóley Þráinsdóttir, stjórnarmaður hjá Ungum umhverfissinnum, við Rakel Garðarsdóttur, framleiðanda verðlaunamyndarinnar UseLess. Einnig verður tekið við spurningum úr sal.

Mánudagur (auka viðburður)
Hamingjusamt barn í heilbrigðu umhverfi, kl. 10:15-12:00 / Foreldrafræðsla og kaffisamsæti um efni í umhverfinu. Viðburðurinn er skipulagður af Umhverfisstofnun. Aðgangur ókeypis. / Bókasafn
Nánar um viðburðinn

 

Hátíðin er skipulögð af Norræna húsinu í samstarfi við eftirfarandi aðila:

 • Félag sameinuðu þjóðanna á íslandi
 • Kvenfélagasamband Íslands
 • Landvernd
 • Listaháskóli Íslands
 • Repair Café / Tools Library
 • Umhverfisstofnun
 • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Vakandi
 • Hjálparstarf kirkjunnar

 

Dagskrá Umhverfishátíðar pdf