Tríótöfrar


20:00-22:00

Danska klarínettutríóið var stofnað árið 2016 af Tommaso Lonquich klarínettuleikara, Jonathan Slaatto sellóleikara og Martin Qvist Hansen píanóleikara, sem allir eru í fremstu röð kammertónlistarmanna á Norðurlöndunum. Efnisskráin hefst á glænýju verki eftir eitt helsta samtímatónskáld færeyjinga, Sunleif Rasmussen, er nefnist Three Phrygian Gardens, svo leikur tríóið Fantasistykker fyrir klarinett og píanó eftir Niels W. Gade. Þá kemur við sögu þríeykið Robert Schumann, Clara Schumann og Johannes Brahms, með Adagio og Allegro í a moll op. 70 fyrir selló og píanó eftir Robert Schumann, trói í g moll eftir Clöru Schumann og að lokum Tríó op. 114 eftir Brahms.Flutningur þeirra á tríóum Beethovens og Brahms þykir framúrskarandi en til jafns við að sinna klassíkini eru þeir iðnir við að uppgötva tónlist sem hefur fallið í gleymsku og leggja áherslu á að kynna áhorfendum um allan heim verk danskra tónskálda. Þeir hafa m.a. farið í tónleikaferðir til Kanada, Ítalíu, Brasilíu, Bandaríkjanna og Bretlands og voru staðartónlistarmenn á Belfast International Arts Festival BBC árið 2018.

Miðar fást á Tix.is og við innganginn. Aðgangseyrir er kr. 3.000, 2.000 kr. fyrir eldri borgara
og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri.

Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið og leggur áherslu á norrænt og alþjóðlegt samstarf.