Trio Nor
Pikk Nikk Concert series
15:00
Gítardúettinn DUO NOR hefur verið starfræktur í 13 ár og haldið tónleika víða, meðal annars á Jazzhátíð Reykjavíkur, á stofutónleikum á Gljúfrasteini, í Vestmannaeyjum og víðar og ávallt við góðar viðtökur. Nýr meðlimur Jón Rafnsson bassaleikari hóf samstarf með þeim Ómari Einarssyni og Jakobi H Olsen haustið 2014. Þessi liðsauki gefur nýjan og mjög skemmtilegan blæ og munu þeir félagar starfa undir nafninu Trio Nor.Tríóið hlaut styrk til tónleikahalds á landsbyggðinni undir merkjum Landsbyggðartónleika og hefur nú þegar haldið tónleika á Menningarviku í Grindavík og í Landnámssetrinu í Borgarnesi og fyrirhugaðir eru fleiri tónaleikar í sumar meðal annars í Mývatnssveit, á Seyðisfirði og á Gljúfrasteini auk annara verkefna.
Efnisskrá:
Um er að ræða þekkta djass standarda eftir Henry Mancini, Horace Silver, Erroll Garner og Antonio Carlos Jobim o.fl. í skemmtilegum útsetningum. Stíllinn er á suðrænum nótum en einnig heyrast áhrif frá klassískri tónlist og djasstónlist. Oftast eru rafgítarar notaðir í djassi en með klassískum gítar myndast oft skemmtilegur hljóðheimur og ákveðin stemmning. Tríóið leggur mikla vinnu í útsetningar.
Um meðlimi tríósins
Ómar Einarsson nam bæði klassískan gítar og djassgítarleik við djassdeild FÍH og lauk þaðan prófi árið 1990. Hann hefur sótt námskeið vestanhafs, m.a. hjá John Abercrombi. Einnig hefur hann leikið með fjölmörgum af kunnustu djassleikurum hér á landi.
Jakob Hagedorn-Olsen er menntaður gítarleikari og kennari frá Det kongelige danske musikkonservatorium og Det fynske musikkonservatorium, hann lauk prófi 1986. Jakob fluttist til Íslands 1996 og nam djassgítarleik hér á landi við FÍH.
Jón Rafnsson stundaði hann klassískt tónlistarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og svo framhaldsnám í kontrabassaleik hjá Thorvald Fredin í Stokkhólmi, auk þess að ljúka tónlistarkennaraprófi frá SMI (Stockholms musikpedagogiska institut). Hann hefur verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi eftir að hann kom heim frá Svíþjóð.