Tónleikar með Kvartett Reynis Sigurðssonar


15:00

Kvartett Reynis Sigurðssonar efnir til tónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn kemur kl. 15:00 þar sem hin ástsælu lög Oddgeirs Kristjánssonar verða á dagskrá í léttum jazzútsetningum. Þarna má finna mörg vinsælustu lög Oddgeirs ss. Ship ohjo, Gamla gatan, Ég veit þú kemur, Vor við sæinn og Ágústnótt, svo nokkur séu nefnd.

Miðasala við innganginn – verð 2000 kr. 

Oddgeir var þekkstasta tónskáld Vestmannaeyinga, en lést árið 1966 aðeins 55 ára gamall. Mörg laga hans voru við texta vina hans Árna úr Eyjum og Ása í Bæ og oftar en ekki þjóðhátíðarlög. Oddgeir var lengi tónlistarkennari í Eyjum og einn aðalfrumkvöðull að stofnun Lúðrasveitar Vestmannaeyja, sem hann stjórnaði til dauðadags.

Reynir Sigurðsson er enginn viðvaningur í að færa lög íslenskra lagahöfunda í jazzbúning og tríó hans, með Jóni Páli Bjarnasyni á gítar og Gunnari Hrafnssyni á bassa, lék lög Sigfúsar Halldórssonar víða við miklar vinsældir og 2007 rötuðu þau á hljómdisk. Ekki er að efa að jafn vel tekst til við flutning á lögum Oddgeirs Kristjánssonar. Gunnar Hrafnsson leikur enn á bassa, en í stað Jóns heitins Páls leikur Guðmundur Pétursson á gítar og í hópinn bætist Einar Scheving á trommur. Þessir drengir eru í fremstu röð jazzleikara okkar og Reynir er enn í fullu fjöri áttræður. Hann hefur verið atvinnuhlóðfæraleikari frá  unga aldri og lék lengi á slagverk með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þekktastur er Reynir þó sem víbrafónleikari og er ásamt þeim Árna Scheving og Gunnari Reyni Sveinssyni.

Tónleikarnir eru skipulagðir af Kvartett Reynis Sigurðssonar.