Veðurdagbækurnar: Ritsmiðja fyrir börn og unglinga
11:00-13:00
Veðurdagbækurnar: sögur úr norðri
Ritsmiðja fyrir börn og unglinga (9-14 ára) í Norræna húsinu
28. maí kl. 13:00-15:00
29. maí kl. 11:00-13:00
Það er sýningin The Weather Diaries (þýð. Veðurdagbækurnar) sem tengir saman þá ólíku viðburði sem Norræna húsið býður upp á í tengslum við Listahátíð.
Ritsmiðjan
Rithöfundurinn Gerður Kristný sækir efniviðinn í ritsmiðjuna innan veggja Norræna hússins en þar stendur nú yfir sýningin Veðurdagbækurnar (The Weather Diaries). Sýningin býr yfir ævintýralegum myndheimi og dularfullum sögum sem verður að segja
Í ritsmiðjunni fá krakkar á aldrinum 9-14 ára tækifæri til að virkja ímyndunaraflið með því að spinna sínar eigin sögur upp úr ævintýraheimi Veðurdagbókanna en þar kynnumst við m.a. dreka, loðnum verum og dularfullum tvíburasystrum. Sýningin er unnin af tvíeykinu Cooper & Gorfer í samstarfi við marga af þekktustu hönnuðum og listamönnum frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Cooper & Gorfer sækja sér innblástur til málaralistar 18. og 19. aldar og bregða upp ævintýralegum myndheimi, þrungnum sögu. Þar er líkt og Cooper og Gorfer hafi numið nýtt land. Þótt umhverfið sé vissulega kunnuglegt er það um leið framandi. Eins og allir góðir sögumenn hika þær nefnilega ekki við að færa í stílinn. Sagan sjálf er aðeins grunnurinn en stemmningunni ráða þær sjálfar. Það er síðan áhorfandans að lesa á milli línanna og túlka.
Ritsmiðjan fer fram á íslensku.
Skráning:
Vinsamlegast ath! Hámark 25 þátttakendur í hverri smiðju. Þáttaka er án endurgjalds. Til að tryggja sér sæti mælum við með skráningu í miðasölu Norræna hússins eða á tix.is
Dagskrá Listahátíðar í Norræna húsinu:
22. maí kl. 16:00-19:00, Prjónasmiðja undir handleiðslu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Tónlist: Sigtryggur Baldursson (slagverk) og Steingrímur Guðmundsson (tabla).
28. maí kl. 13:00-15:00, Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.
29. maí kl. 11:00-13:00, Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.
3. júní, kl. 16:00—17:00
Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall með grænlenska fatahönnuðinum Bibi Chemnitz og Guðrúnu Rógvadóttur frá færeyska tískumerkinu Guðrun & Guðrun.
3. júní, kl. 17:00—18:00
Drekar og loðlingar. Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttur (einnig þekkt sem Shoplifter) og Jóhönnu Methúsalemsdóttur stofnanda Kría Jewelry.
3. júní, kl. 18:00—19:00
Tónlistargörningur eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Shoplifter. Leiðsögn í sýningarrými.
Þátttaka í viðburðunum er ókeypis.
Skráning á www.tix.is/is/nordichouse