Lettneski skólinn í Reykjavík býður þér á ball!
12:00-14:00
Í nóvember árið 1918 gerðust sögulegir atburðir í sjálfstæðisbaráttu Lettlands og því ber að fagna og vilja kennarar og nemendur Lettneska skólans í Reykjavík opna dyrnar að þeim hátíðarhöldum. Á viðburðinum munu gestir fá tækifæri til þess að kynnast betur lettneskri menningu og fólki með lettneskan bakgrunn búsettum á Íslandi. Fjölbreytt dagskrá, gleði og hátíðleg stemning mun vera alsráðandi og þeim sem finnst gaman að klæða sig upp eru hvattir til þess en lettneskir gestir munu sjálfir vera í hátíðarklæðum.
Lettneski skólinn í Reykjavík hefur haldið kennslustundir sínar í Norræna húsinu í vetur í kjölfar samstarfs sem hófst á Baltneskri Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu í apríl síðastliðnum. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2014 og þar fá einstaklingar með lettneskan bakgrunn tækifæri á að koma saman og fræðast um og fagna lettneskri menningu. Öll kennsla og rekstur innan skólans er í höndum sjálfboðaliða. Skólinn hlýtur stuðning ólíkra aðila og félagasamtaka á Íslandi, Latvíu og um heim allan sem vilja styðja við það góða starf sem að skólinn hefur upp á að bjóða.
Viðburðurinn fer fram á ensku, lettnesku og íslensku og eru allir velkomnir!
Skráning með því að senda nafn og kennitölu á netfangið hrafnhildur@nordichouse.is