Sýning: Til hamingju Lína!


10-17 Lokað á mánudögum

Velkomin á sýningu um Línu Langsokk á barnabókasafni Norræna hússins. Sýningin er haldin í tilefni þess að 75 ár eru síðan fyrsta bókin um Línu kom út. Norræna húsið og Sænska sendiráðið á Íslandi standa að sýningunni. 

Fyrsta bókin um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren og Ingrid Vang Nyman kom út árið 1945. Lína er sterkasta, fyndnasta og ríkasta stelpa í heimi. Hún býr ein á Sjónarhóli með hestinum sínum og apanum herra Níelsi og á fulla tösku af gullpeningum. Tommi og Anna búa í næsta húsi og síðan Lína flutti inn er allt orðið miklu skemmtilegra. Lína fletur út piparkökudeigið á gólfinu, hún getur lyft hestinum sínum og henni finnst gaman að stríða löggunni þegar þeir ætla að fara með hana á barnaheimili.

 

ATH. Vegna Covid-19 hafa munir eins og leikföng og búningar verið fjarlægðir úr sýningunni.