Suurenmoinen Rosabel: höfundurinn Malin Kivelä mun lesa bókina


13:00

Malin Kivelä er finnlandssænskur rithöfundur, fædd í Helsinki 1974.  Barnabókin ”Den ofantliga Rosabel” eftir Kivelä kom út árið 2017 og er ævintýri um lítinn einmana hest í hesthúsi þar sem stóru hestarnir ráða ríkjum.  Sagan flytur okkur um draumaheima þar sem allt er mögulegt, líka fyrir litla hesta.  Bókin er fagurlega myndskreytt af Linda Bondestam.

Á vegum Finnska skólans í Reykjavík er ykkur boðið í Barnabókasafn Norræna hússins þar sem höfundur mun lesa finnska útgáfu bókarinnar.

Viðburðurinn er laugardaginn 25. janúar kl. 13, aðgangur er frír og allir velkomnir.