Surtsey LAVALOVE: Listamannaspjall
18:00-20:00
Bókasafn
Aðgangur ókeypis
Norskir og íslenskir sviðslistamenn, tónskáld og rithöfundar þau Beatur, Jón Magnús Arnarsson, Mette Karlsvik og Sondre Pettersen koma saman í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. júní og spjalla saman um sviðslistir á Íslandi og í Noregi.
Væntanlegir tónleikar þeirra Surtsey LAVALOVE, sem haldnir verða í Laugarneskirkju Föstudaginn 9. Júní, verður upphafspunktur samtals þeirra.
Léttar veigar verða í boði frá Sendiráði Noregs á Íslandi.