Sumarlestur í skálanum
17:00
Norræna húsið býður til sumarlesturs í skála Norræna hússins úti við litla birkilundinn. Þema viðburðarins er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu. Höfundarnir þrír takast á við þessi málefni af dýpt og húmor.
Hægt verður að kaupa léttar veitingar frá Sónó.
Þóra Hjörleifsdóttir er rithöfundur sem býr og starfar í Reykjavík. Fyrsta skáldsaga hennar Kvika kom út árið 2019 og vakti mikla athygli fyrir stíl og efnistök. Þóra er með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og er hluti af skáldakollektívinu Svikaskáldum. Þóra var tilnefnd ásamt Svikaskáldum til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021 fyrir skáldsöguna Olíu.
Kvika (2019)
Kvika er ljóðræn skáldsaga þar sem dregin er upp raunsönn mynd af andlegu ofbeldissambandi, lituðu af klámvæðingu samtímans og skelfilegum afleiðingum þess fyrir unga konu. Kvika talaði beint inn í #MeeToo bylgjuna og fjallaði á listrænan hátt um heimilisofbeldi sem hafði ekki áður verið gerð jafn tær skil í íslenskum bókmenntum.. Útgefandi: Forlagið.
Natasha S. er skáld, þýðandi og blaðamaður. Hún er alin upp í Moskvu, Rússlandi en búin að vera á Íslandi í 10 ár. Hún ritstýrði ljóðasafn Pólífónía af erlendum uppruna (2021), flutti pistla í Víðsjá og fyrsta ljóðasafn hennar væntanlegt í haust hjá forlag är Una útgáfuhús.
Bókin hennar lýsir hvernig veruleika breytist í stríðstímum.
Ingólfur Eiríksson (f. 1994) er rithöfundur og bókmenntafræðingur. Hann hefur sent frá sér ljóðabækurnar Klón: Eftirmyndasaga í samstarfi við Elínu Eddu og Línulega dagskrá. Fyrsta skáldsaga hans, Stóra bókin um sjálfsvorkunn, hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021.
Klón: Eftirmyndasaga (2021)
Klón: Eftirmyndasaga er bráðfyndin og nístandi ljóðsaga um ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni, um dauða og endurfæðingu. Í bókinni er rakin ævisaga klónahundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff, en sú saga lætur engan ósnortinn. Texti bókarinnar er eftir Ingólf Eiríksson og myndir eftir Elínu Eddu.