Sumartónleikar – Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson


Kaupa miða

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson komu einnig fram á tónleikaröðinni í fyrra og léku þá fyrir troðfullu húsi. Við ákváðum að endurtaka leikinn, fyrir þá sem þurftu frá að hverfa en ekki síður fyrir hina heppnu sem komust inn enda er óhætt að segja að tónlist Ólafar og Skúla er bæði vönduð og vanabindandi. Ólöf er einstök söngkona, lagasmiður og fjölhæfur hljóðfæraleikari. Skúli er skapandi bassaleikari og hefur samið fjölda óvenjulegra tónverka.

Sumartónleikar
Fjórða tónleikaröð Norræna hússins verður sérstaklega glæsileg. Að meðtöldum þremur kvöldum með framúrskarandi íslensku tónlistarmönnum býður húsið í ár upp á fjóra vel þekkta tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Frá draumkenndu og kvikmyndalegu avant-poppi og friðsælli píanótónlist yfir í rytmískt elektró popp – verður þetta enn breiðara úrval af tónlistarkonfekti en í fyrra.

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum í sumar kl. 21.00. Aðgangseyrir er 3000 kr og 1.500 kr fyrir námsmenn og eldri borgara.

Sumartónleikar dagskrá