Unga Astrid
19.30
Í tilefni þess að 75 ár eru síðan fyrsta bókin um Línu kom út sýna Norræna húsið og Sænska sendiráðið á Íslandi myndina Unga Astrid. Myndin er frjáls túlkun á ungri Astrid Lindgren sem þrátt fyrir væntingar samfélagsins ákvað að brjóta staðla og fylgja hjarta sínu.
Aðgangur er ókeypis og sætafjöldi takmarkaður. Tryggðu þér frímiða í hnappnum hér fyrir ofan.
Á vef RUV segir:
Í kvikmyndinni Stúlkan á Vonartorgi segir frá Astrid sem er í uppreisn gegn þrúgandi lúterskri kirkjunni í sænska smábænum og sönglar gamanvísur um Sódómu og Gómorru, Astrid sem bíður ekki eftir að strákarnir bjóði henni upp í dans heldur dansar ein eins og í leiðslu á gólfinu, Astrid sem á sína fyrstu kynlífsreynslu með giftum ritstjóra á dagblaðinu sem hún vinnur – og Astrid sem eignast lausaleiksbarn, rétt orðin nítján ára gömul. Sem er aldrei auðvelt, en sérstaklega ekki í kristnum smábæ í Svíþjóð fyrir tæpri öld síðan.Alba August að fegra Astrid Lindgren sem ung kona á tuttugasta áratugnum og upplifanirnar í æsku sem komu til móta hana sem karl og rithöfundur. Lesa nánar á RUV
Myndin er 2 klst og 3 min.
Í hlutverkunum eru; Alba August, Maria Bonnevie, Trine Dyrholm og fleiri góðir.
Leikstjóri Pernille Fischer Christensen
Handritshöfundar Kim Fupz Aakeson, Pernille Fischer Christensen
Sjá einnig sýningu um Línu Langsokk í Norræna húsinu