STOCKFISH: Kvikmynda og bransahátíðin
Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin er haldin árlega í mars og stendur yfir í 11 daga. Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Allt kapp er lagt á að starfrækja Stockfish á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri fulltrúum frá fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.
Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru t.a.m. einungis sýndar yfir 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast ávallt við þarfir og óskir kvikmyndabransans hverju sinni.
Stockfish kvikmynda og bransahátíðin er haldin í tíunda sinn dagana 4. – 14. apríl 2024.
Sjá meira hér.
Dagskrá, Norræna Húsið:
Föstudagur 5. April:
16:30: Writer`s lab
Laugardagur 6. April:
10:00: Writer`s lab
13:30: Writer`s lab
Sunnudagur 7. April:
10:00: Writer`s lab
13:30: Writer`s lab
Þriðjudagur 9. April:
16:30: The Road to Sustainable Film Production
Miðvikudagur 10. April:
16:30: Nordfilm Network
Fimmtudagur 11. April:
16:30: Work in Progress
Föstudagur 12. April:
16:30 – 20:00: Screenings: Shortfish
Aðgengi að Elissa (salur) er gott og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus.