Það er nýjung þetta árið að að Stockfish býður upp á dagskrá sem nefnist „Bransi í brennidepli“ en sá liður verður árlegur hér eftir. Þetta árið er það Slóvakía sem verður í brennidepli og í tilefni þess mun sendinefnd þaðan, skipuð kvikmyndagerðarfólki og fulltrúum sjóða, sækja hátíðina heim.
Einnig verður boðið upp á hliðardagskrá með sérsýningum á slóvakískum kvikmyndum sem unnin í samstarfi við Kino Usmev, Bíó Paradís og Slóvakísku kvikmyndastofnunina. Viðburðurinn verður tekinn upp og honum streymt beint frá Norræna húsinu.