Stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum – Streymi
20:00
Opinn fundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum
Náttúruverndarsamtök Íslands boða til opins fundar í Norræna húsinu um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. október og hefst kl. 20. Allir velkomnir. Umræður fara fram á íslensku.
Streymi:
Flokkarnir verða spurðir um stefnu þeirra varðandi þrjú meginmál
1) stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands;
2) hvernig Ísland skuli standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu, og
3) hvernig skal Ísland vinna að verndun hafsins gegn mengun, súrnun þess og neikvæðra áhrifa af völdum loftslagsbreytinga.