The Square  – Nordic Film Festival


19:00

Frímiðar

The Square – opnunarmynd hátíðarinnar 2018. Sendiráð Norðurlandanna bjóða upp á léttar veitingar fyrir myndina. Allir velkomnir.

22.2. kl. 19:00
24.2. kl. 20:00

(SE– 2017)

Leikstjóri: Ruben Östlund

2 klst. 35 mín – Gaman-/Dramamynd  –15+

Christian er sýningarstjóri við nútímalistasafn, einstæður faðir sem keyrir rafmangsbíl og styður góð málefni.  Næsta sýning sem hann er að vinna að ber heitið The Square  og er innsetning sem býður vegfarendum að sýna fórnfýsi og minnir þá á hlutverk sitt sem manneskjur. En stundum er of erfitt að lifa eftir eigin hugsjónum og einn daginn þegar síma Christians er stolið fer atburðarrás af stað sem engan óraði fyrir….

The Square vann Gullpálmann á Cannes 2017 og er tilnefnd til Óskarsins 2018.

Enskt tal og aðgangur ókeypis!

Sýnishorn

,,Kannski fyrsta kvikmyndin sem sýnir heim nútímalistar af sönnu innsæi.“ – The New York Times

 

Sýnd með góðfúslegu leyfi Bíó Paradís