Hinsegin söngljóðasúpa í Norræna húsinu
18:00-21:00
Sumartónleikaröðin Söngljóðasúpa í Norræna húsinu heldur áfram 4. ágúst næstkomandi í samstarfi við veitingastaðinn Sónó matseljur, Reykjavíkurborg, Norræna húsið og Óperudaga. Tónleikarnir eru einnig á dagskrá Hinsegin Daga.
Tónleikagestum er boðið upp á ljúffenga súpu frá klukkan 18:00 hjá Sónó matseljum í Norræna húsinu áður en tónleikarnir hefjast klukkan 19:30.
Íris Björk Gunnarsdóttir óperusöngkona og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari flytja aríur úr ýmsum óperum með sýnilegum hinseginleika og fjalla um rannsókn Írisar Bjarkar á hinseginleika á óperusviðinu á fræðandi og skemmtilegan hátt. Tónlistin á tónleikunum spannar langt tímabil, allt frá Händel og Mozart til núlifandi tónskálda eins og Paula Kemper. Íris Björk bregður sér í hlutverk ýmissa kynja, castrati söngvara og buxnahlutverk, sögulegar persónur sem og samkynhneigð og transhlutverk. Með því að fjalla um birtingarmynd hinseginleika á óperusviði er hægt að kanna hvar og hvort hinseginleikinn sé til staðar og hvernig má bæta honum við eða breyta. Sýnileiki er lykillinn að samþykki.
Miðasala hefst á tix.is 26. júlí.
Miðaverð
Með súpu: 3900 kr.
Án súpu: 2500 kr.