SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM: Norska
11:30 - 12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin í sögustund á norsku fyrir alla fjölskylduna á barnabókasafni Norrænu hússins. Eftir lesturinn býðst fjölskyldum að upplifa sýninguna Undir íshellunni en einnig verður efni til að föndra úr á staðnum sem hægt verður að skapa úr. Föndrið er byggt á myndefni bókanna og óháð tungumálum.
Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hjólastólum í gegnum Hvelfingu sýningarrými. Nauðsynlegt er að hafa samband við starfsmann á bókasafni og fá leiðbeiningar þar. Salerni með góðu aðgengi er á aðalhæð og öll salerni í húsinu eru kynhlutlaus.