Sögustund á sunnudögum – finnska


11:30 - 12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin á sögustund á finnsku!

Lesturinn fer fram á barnabókasafni en þar stendur yfir sýningin  „Tréð“. Sýningin beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.

Lesnar verða myndabækur og er tilgangur sýningarinnar að hvetja til myndlæsis, svo fjölskyldur sem tala ekki tungumálið eru einnig hvattar til að koma, heyra finnsku  og skoða myndirnar. Með aðstoð kennsluefnisins á bokslukaren.org er hægt að skilja innihald bókanna enn betur.

Að loknum upplestri eru gestir hvattir til að vera áfram og njóta bókasafnsins. Hægt er að taka þátt í gagnvirkum leikjum í tengslum við sýninguna á borð við bananaleikinn en leikir, blöð og liti er hægt að nálgast á afgreiðsluborði bókasafnsins. Þeir sem búa til sína eigin myndskreytingu eða listaverk geta hengja þau upp í sérstökum römmum í miðri sýningunni.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00.Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.