SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM (norska og íslenska)


11:30 -12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Sögustund á sunnudögum

Síðasta sögustundin með hinum sívinsæla Einari Áskeli.

Fjölskyldan er velkomin á Sögustund á sunnudögum á barnabókasafni Norræna hússins.
Umsjón: Matja Steen. Tungumál: Norska og íslenska.

Matja Steen les sögu um Einar Áskel á norsku en þetta er seinasta sögustund um hinn sívinsæla Einar áskel. Á íslensku verður lesið klassískt íslenskt ævintýri. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins og verður boðið upp á skemmtilega Einars Áskels myndir til að lita og þrautir til að leysa.

Sögumaður er Matja Steen. Matja er sjúkraþjálfari að mennt og vinnur sem slíkur. En þar að auki hefur hún langa reynslu af menningarstarfi með börnum, hún hefur verið með sögustund í Norræna Húsinu í mörg ár og einnig verið stjórnandi á bókmennta- og leiklistarsumarbúðum í Noregi á sumrin.

Ókeypis viðburður og öll velkomin!