Skriftamál einsetumannsins


15:00

Skriftamál einsetumannsins

Hinn 16. september verður þess minnst með dagskrá í Norræna húsinu að 22. september verða liðin 150 ár frá fæðingu Sigurjóns Friðjónssonar skálds. Af því tilefni verður bók hans, Skriftamál einsetumannsins, endurútgefin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Arnhildur Arnaldsdóttir íslenskufræðingur fjallar um skáldið og verk hans. Lesið verður úr Skriftamálum einsetumannsins og einnig nokkur kvæða Sigurjóns. Þá verða flutt sönglög við ljóð hans.

Úlfar Bragason bókmenntafræðingur stjórnar dagskránni.