Skapaðu þína eigin tálknamöndru!

27.03.2021 Aflýst

Ókeypis vinnustofa fyrir börn og foreldra
27. mars kl. 13:00-15:00
Tungumál: Sænska, danska, íslenska, enska

Vinnustofan er byggð á nýrri bók finnska rithöfundarins Lindu Bondestam, sem fjallar um ævintýri einmana tálknamöndru. Í gegnum ferðalag tálknamöndrunar verða áhrif mannsins á jörðina sýnileg og hægt er að sjá fyrir sér hugsanlega framtíð mannkyns. Mismunandi efni eru notuð til að skapa bæði tálknamöndru og heimili hennar þar sem ímyndunaraflið ræður för.

Í ljósi nýrra sóttvarnareglna er nauðsynlegt að skrá sig með nafni og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is.

Linda Bondestam er margverðlaunaður myndskreytir en hún er höfundurinn bókarinnar og sýningarinnar um Eggið sem stendur yfir í Norræna húsinu. Hún hefur myndskreytt tugi bóka og hafa þær verið þýddar á yfir tíu tungumál.