Sjónsmíð 1 – Myrkir músíkdagar 2020


Sjónsmíð 1 er vídeóinnsetning eftir Atla Bollason.
Verkið samanstendur af litum og óhlutbundnum formum á stöðugri hreyfingu; verk þar sem flæðið er markað af myndhrynjandi og ljósstyrk; verk þar sem á skiptist sjónstríða og sjónþýða. Sýningin stendur til 1. febrúar eða á meðan á hátíðinni stendur.

Atli Bollason (f. 1985) lauk meistaraprófi í enskum bókmenntum frá Concordia háskóla í Montréal. Hann hefur fengist við tónlist, myndlist, textagerð, list- og menningarrýni og skipulagningu menningarviðburða.