Sjónrænar matarveislur ⁠


19:00
Salur
Miðaverð ISK 12.500Kaupa miða
KRYDDLEGIN HJÖRTU / COMO AGUA PARA CHOCOLATE⁠
eftir ALFONSO ARAU ⁠
Norræna Húsið 28. september kl.19:00⁠
Húsið opnar kl.18:00, sýning hefst 19:00 og stendur í 105 mínútur.⁠
Upplifðu samruna matargerðar og kvikmynda í sjónrænni matarveislu RIFF. Við sýnum kvikmyndina Kryddlegin Hjörtu og Sónó Matseljur töfra fram rétti sem sækja innblástur í myndina.⁠
Kvikmyndin Kryddlegin Hjörtu fjallar um matarást og ævintýri Titu De La Garza. Sköpunargáfa og ástríða Titu á sér samastað í eldhúsi fjölskyldunnar, en eldamennska Titu veitir fjölskyldunni gott betur en mat á borðið. Þegar móðir Titu fellur frá nær matseld Titu tökum á tilfinningalífi fjölskyldunnar.⁠
Aðgengi: Elissu salur hefur gott aðgengi fyrir hjólastóla en athugið að mjög lágur þröskuldur er inní salinn. Enginn þröskuldur er við rennihurðina frá bókasafni. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.