Samtal um ólöglegt eftirlit & danssýning
15:00 - 17:00
Samtal um ólöglegt eftirlit og samband manneskjunnar við tækni ásamt sýningu á Encryption
Encryption er þverfagleg danssýning innblásin af málefnum eins og ólöglegu eftirliti, viðvörunum og sambandi mannsins við tækni.
Þér er boðið að sjá brot af því best af Encryption og á eftir sýninguna hlusta á pallborðsumræður sem byggja á þema sýningarinnar. Umræðum stjórnar Alexander Roberts, þátttakendur eru Lars Ramkilde Knudsen – sem stundar rannsóknir á stærfræði og dulkóðun, Birgitta Jónsdóttir – stjórnmálakona og stjórnarformaður IMMI (International Mordern Media Inititative) og Steinunn Ketilsdóttir dansari & danshöfundur.
Dulkóðunar tækni er verkfæri sem notað er við að kóða upplýsingar, notað meðal annars af Edward Snowden. Upplifunin af verkfærinu er hugsanlega sú að það er notað til að lifa af; stefna sem þjónar sem táknrænt kort yfir hvernig á að nálgast og samþætta upplýsingar sem eru fáanlegar. Eða stefna sem hjálpar til við að búa til ný sambönd á milli tækninnar, veruleikans og manneskjunnar.
Höfundar sýningarinnar eru Tony Tran, dansari, og Andreas Daustad Leonardsen, kvikmyndagerðamaður. Sýningin er tilraun til að skilja hlutverk manneskjunnar í stanslausri neyslu á tækni og hvernig hún mótast af henni og er undir stanslausu eftirliti tæknibúnaðarins.
Getur það þýtt að við séum í óþroskuðu eða úrreltu sambandi við tæknina? Er ólöglegt eftirlit og gagnasöfnun einkenni af því? Hvernig getum við þá fundið nýjar og þýðinga miklar leiðir til að tengjast tækninni sem umlykur okkur og hefur áhrifa á okkar líf? Hvaða hlutverk geta sviðslistir haft á slík málefni og samfélagslegar breytingar.
Viðburðurinn er skipulagður af Tony Tran og Andreas Daugstad Leonardsen í samvinnu við Norræna húsið og styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Kvöldið er partur af framleiðslu sýningarinnar Encryption, sem verður frumsýnd í Osló á alþjóðlegu Leikshúshátíðinni vorið 2018.
Þátttakendur á viðburðinum eru hvattir til að vera áfram í húsinu eftir að panelumræður klárast, þar sem tækifæri verður til að halda samtalinu áfram.
Viðburðurinn er opinn öllum og frítt inn, panelumræðurnar fara fram á ensku.