Rússland í dag: opinber samskipti við nágranna í vestri -Streymi
08:30
Rússland í dag: opinber samskipti við nágranna í vestri
Norræn ráðstefnuröð um samskipti Rússlands og Norðurlanda í Norræna húsinu 9. september, 2016
Streymi frá fundinum í beinni. Einnig er hægt að horfa á fundinn síðar með því að velja More on livestream.com undir myndinni.
Dagskrá:
08:30 Húsið opnar, kaffi í anddyri
09:00 Opnunarávarp
09:05 Mikhail Zygar (frummælandi), fréttastjóri óháðu sjónvarpsstöðvarinnar Dozhd og höfundur metsölubókarinnar “All the Kremlin´s Men”.
Efni: Rússland í dag
09:30 Viðtal við Mikhail Zygar
10:00 Kaffihlé
10:15 Arkady Moshes (frummælandi), sviðsstjóri rannsókna á austurstefnu Evrópusambandsins og málefnum Rússlands, Alþjóðamálastofnun Finnlands
Efni: Rússland og Evrópusambandið – hvert viljum við stefna?
10:45 Jens Nytoft Rasmussen, Ráðgjafi um alþjóðasamstarf, Norænu Ráðherranefndinni
Efni: Opinber samskipti Norrænu Ráðherranefndarinnar við Vestur-Rússland
11:00 Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs
Efni: Samskipti Rússlands og Noregs
11:15 Rósa Magnúsdóttir dósent í sagnfræði, Háskólanum í Árósum
Efni: Menningartengsl Íslands og Sovétríkjanna á 20. öld
11:45 Pallborðsumræður
12:20 Dagskrárlok
Fundarstjóri er Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Dagskráin fer fram á ensku og er öllum opin.
Frummælendur:
Mikhail Zygar er án ef einn áhugaverðasti fjölmiðlamaður Rússlands. Hann hóf feril sinn sem stríðsfréttamaður en er þekktastur í dag sem metsöluhöfundur, sem og stofnandi og aðal-fréttastjóri Dozhd, einu óháðu sjónvarpsstöðvarinnar í Rússlandi. Sjónvarsstöðin sýndi m.a. frá götumótmælunum í Moskvu 2011 og 2012 og hefur fjallað á gagnrýnan hátt um ástandið í Úkraínu og í rússneskum stjórnmálum almennt. Mikhail gaf út bókina „All the Kremlin´s Men: Inside the Court of Vladimir Putin“ árið 2015, en bókin vermdi efsta sæti metsölulista í Rússlandi í fjóra mánuði eftir að hún kom út. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kemur út á ensku í september 2016. Árið 2014 hlaut Mikhail hin árlegu fréttamannaverðlaun (International Press Freedom Award) frá samtökunum CPJ, sem berjast fyrir ritfrelsi og réttindum fjölmiðlafólks um allan heim.
Hér má lesa dæmi um ritdóma frá m.a. New York Times, Washington Post og CNN.
Arkady Moshes er sviðsstjóri rannsókna á austurstefnu Evrópusambandsins og málefnum Rússlands við Alþjóðamálastofnun Finnlands. Áður en Arkady flutti til Finnlands árið 2002 starfaði hann við Evrópustofnunina í Moskvu í 14 ár. Hann tók jafnframt þátt í Rússlands- og Evrasíuverkefni Konunglegu alþjóðamálastofnunarinnar Chatham House í London frá 2008 til 2015. Arkady hefur gefið út fjölda bóka og er virtur fréttaskýrandi. Hann er einn af ritstjórum „Russia as a Network State: What Works in Russia When State Institutions Do Not“ (Palgrave Macmillan, 2011) og einn af höfundum „Not Another Transnistria: How sustainable is separatism in Eastern Ukraine?“ (FIIA, 2014). Greinar eftir Arkady hafa einnig verið birtar í m.a. International Affairs (2012) og Post-Soviet Affairs (2015).
Fundurinn er skipulagður af Norræna húsinu í Reykjavík í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norðurlönd í fókus. Ráðstefnan er hluti af norrænni ráðstefnuröð, hægt er að lesa nánar um ráðstefnuröðina hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Ingvarsdóttir
kristini@nordichouse.is
Tel: +354 551 7032