Roundabout Baltic PLUS Iceland


11-17

Roundabout Baltic PLUS Iceland

Hönnun með sjávarútsýni. Myndræn frásögn um samband náttúru og hönnunar. Sýning með samtímahönnun frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð, Þýskalandi – og Íslandi. Sýningin Roundabout Baltic í Norræna húsinu er skipulögð í samstarfi við Adam Mickiewicz stofnunina og er hluti af HönnunarMars 2017. Sýningin stendur 13-31 mars.

Sýningin er hluti af HönnunarMars 2017

Sunnudaginn 26. mars kl.15:00 verður sýningarstjóraspjall með Agnieszka Jacobson í Norræna húsinu.  Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Aðgangur inn á sýninguna er ókeypis yfir HönnunarMars 23.3-26.3 2017.

Opnunartíma yfir hátíðina eru eftirfarandi:

23.3  11:00-22:00
24.3  11:00-20:00
25.3  11:00 -17:00
26.3  11:00 – 17:00

 Um sýninguna

Roundabout Baltic er alþjóðleg hönnunarsýning með munum sem hannaðir hafa verið í átta löndum sem sameinuð eru af strandlínu Eystrasaltsins. Sýningin kynnir verk hönnuða frá Eystrasaltssvæðinu í víðu menningarlegu og myndrænu samhengi. Sýningin reynir ekki að gefa tæmandi mynd af hönnun frá svæðinu heldur er hún eins konar frásögn, sem sprottin er af persónulega sjónarhorni sýningarstjórans. Hún laðar fram sterka sjónræna tengingu milli hönnuðanna, verkanna og sjávarlandslagsins, sem er greipt í meðvitund hönnuðanna. Landslagið, sandöldurnar, ströndin og vatnið, gróðurinn, steinarnir og lífið neðansjávar, dagarnir og breytingar árstíðanna – er bakgrunnur frásagnarinnar. Verkin og handverkið eftir hönnuðina sem hafa alist upp við hafið eru aftur á móti undirstaðan í margþættum vef frásagnarinnar.

Upprunalega sýningin kynnti verk eftir fleiri en 40 hönnuði frá átta löndum. Í tilefni af opnuninni í Norræna húsinu verður bætt við dæmum um íslenska samtímahönnun, sem eru innblásin af hafinu og sjávarlandslagi.

Sýningarmunirnir eru ekki flokkaðir eftir löndum. Þvert á móti. Sýningin tekur frekar mið af því sem munirnir eiga sameiginlegt, t.d. vegna innblásturs, framleiðsluaðferða eða efnisvals. Hún sýnir þannig fram á hvernig hliðstæðurnar í því hvernig hönnuðirnir hugsa og nálgast viðfangsefni sín, séu yfirsterkari þeim mun skapast af ólíkri menningu, efnahag og loftslagi.

Roundabout Baltic var áður sýnd á Form/Design Center í Malmö frá 22. júní til 11. september 2016, á Estonian Museum of Applied Arts and Design i Tallinn frá 8. október til 28. decsember 2016 og á Latvian Museum of Decorative Arts and Design í Ríga frá 25. janúar til 26. febrúar.

 

Hönnuðir sem taka þátt í upprunalegu sýningunni

Alicja Patanowska (PL), Anki Gneib (SE), Anna Bera (PL), Anne Lorenz (DE), Annike Laigo (EE), Audrone Drungilaite (LT), Chmara Rosinke (PL/AT), Chudy and Grase (LV/DE), COMPANY (FI), Fredrik Paulsen (SE), Grynasz Studio (PL), Hanna Krüger (DE), Iina Vuorivirta (FI), Johanna Tammsalu (EE), Jonas Edvard (DK), Justyna Popławska (PL/DK), Karin Carlander (DK), Kosmos Project (PL), Lisa Hilland (SE), Lith Lith Lundin (SE), Lucas Dahlén (SE), Maija Puoskari (FI), Malafor (PL), Mara Skujeniece (LV), Mare Kelpman (EE), Maria Kristofersson (SE), Marija Puipaitė (LT), Meike Harde (DE), Mikko Laakkonen (FI), Milena Krais (DE), Modus Design (PL), Monica Foster (SE), Olga Bielawska (PL/DE), Pia Wüstenberg (FI/DE), Petra Lilja (SE), Raili Keiv (EE), Rikke Frost (DK), Sampling (LV), Sebastian Jansson (FI), Silvia Knüppel (DE), Silvija Juozelskytė (LT), Studio Fem (DK), Stoft Studio (SE), Toivo Raidmets (EE), Variant Studio (LV), 1+1+1 Nordic Mash-up (SE/FI/IS).

Um Adam Mickiewicz stofnunina

Sýningin Roundabout Baltic PLUS Iceland í Norræna húsinu er skipulögð í samstarfi við Adam Mickiewicz stofnunina, sem kynnir pólska listamenn og hönnuði um allan heim. Verkefni Adam Mickiewicz stofnunarinnar, Culture.pl, hefur að markmiði að koma Póllandi og pólskri menningu á framfæri utan heimalandsins. Með hágæða viðburðum og verkefnum innan myndlistar, tónlistar og hönnunar leitast Culture.pl við að kynna pólska samtímamenningu í alþjóðlegu samhengi. Heimasíðan Culture.pl er uppfærð daglega með fréttum af spennandi pólskum mennningarviðburðum um heim allan. Þar að auki er hún stærsta og umfangsmesta uppsprettan að þekkingu um pólska menningu. Hluti vefsins er  helgaður pólskri hönnun og inniheldur upplýsingar um helstu strauma innan pólskrar hönnunar og nýjustu verkefni pólskra hönnuða – bæði þeirra ungu og efnilegu, sem og virtu og heimsfrægu.

Að upprunalegu sýningunni standa eftirfarandi aðilar

Aðalskipuleggjandi: Byggðasafnið í Stalowa Wola (í Póllandi)

Sýningarstjóri: Agnieszka Jacobson-Cielecka

Samstarfsaðilar við gerð upprunalegu sýningarinnar: Museum of the City of Gdynia, Design Center Gdynia – the Pomeranian Science and Technology Park, Form/Design Center Malmö, Estonian Museum of Applied Arts and Design, Latvian Museum of Decorative Arts and Design, Polish Institute in Stockholm – in the frame of Polish Presidency in the Council of the Baltic Sea States.

Sýningin var unnin með styrkjum frá pólska menningarráðuneytinu.
Norræna húsið á Íslandi er framleiðandi Roundabout Baltic PLUS Iceland. HönnunarMars er formlegur samstarfsaðili.

Sýningin verður opin 13-31. mars frá kl. 11-17. Ókeypis aðgangur 23.-26. mars meðan á HönnunarMars stendur. 

Nánari upplýsingum veitir:
Kristín Ingvarsdóttir, verkefnastjóri
kristini@nordichouse.is
Sími: +354 551 7032