RIFF4Future
13:30 - 15:00
Sýndar verða stuttmyndir sem eru afrakstur verkefnisins RIFF 4 Future. Nemendur frá Íslandi, Grænlandi, Noregi, Færeyjum og Finnlandi sóttu námssmiðju sem var ætlað að færa saman ungt kvikmyndagerðarfólk á Norðurlöndum og ræða þá möguleika sem það hefði nú á tímum nýrrar miðlunar og hlýnun jarðar. Þáttakendur hlutu æfingu í að nota kvikmyndagerð, nýja miðla og sagnaformið til að vekja athygli á vitund um sjálfbærni í þeirra heimalöndum. Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Verkefnið nýtur stuðnings frá Nordic Culture Point undir verkefninu Norden 0-30.