RIFF: sjálfsmyndir þjóða /streymi/


12.15-14.15

Panel umræður um sjálfsmyndir þjóða

Fimmtudaginn 27. september frá 12:15-14:15 í Norræna húsinu.

Í ár er 15 ára afmæli RIFF – Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Á þessu afmælisári, sem jafnframt er 100 ára afmæli fullveldis Íslands og sjálfstæðis Eystrasaltslandanna, verður sjónum beint að sjálfsmyndinni. Hvaðan er sjálfsmynd okkar íslendinga sprottin, hver erum við og hvert stefnum við? Hvaða hlutverk hafa menningarhátíðir og bakhjarlar þeirra?

Framsögur: Guðrún Norðdal og Gunnar Haraldsson

Þátttakendur í pallboðsumræðum: Auður Jónsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Hrönn Marinósdóttir, Ísold Uggadóttir, Ólafur Stefánsson, ásamt bakhjörlum RIFF.