Riff – Children and Youth Program 14 +


12.00-14.00

Lokaður viðburður

BABYDYKE
UNG LESBÍA / BABYLEBBE

Frede fer í teknópartý með stóru systur til að freista þess að fanga athygli fyrrverandi kærustu sinnar. Þegar það gengur ekki eftir fer hún að ráðum systur sinnar og leitar annara og minna rómantískra leiða til að jafna sig á ástarsorginni. En skildi hún í raun vilja sína fyrrverandi aftur þegar tækifærið gefst?

2019 / 20 min / Denmark / Drama / Short Fiction
Director: Tone Ottilie
Writers: Tone Ottilie, Ida Åkerstrøm Knudsen
Producer: Mille Astrup

THE LEGEND
GOÐSÖGNIN / LA LEGENDA

Tvær vinkonur njósna um myndarlegasta strákinn í hverfinu sem er kallaður Goðsögnin. Önnur þeirra undirbý sig undir að eyða með honum sinni fyrstu, ástríðufullu nótt.

France / 2019 / Short Fiction
Director: Manon Eyriey

GUSTS OF WILD LIFE
Vindar dýralífsins? / Ráfagas de Vida Salvaje

Þrír spænskir unglingar og hinn rúmenski Sül fylgjast hverjir með öðrum í gegnum girðingu. Sül býr í felum á auðlendi með föður sínum, en þráir félagsskap og dreymir um betra líf.

Spain / 2019 / 24 min / Short Fiction
Director: Jorge Cantos
Writer: Jorge Cantos

XY

Lísa er fimmtán ára og nokkuð frábrugðin öðrum stelpum á hennar aldri. Undanfarið hefur hún einangrað sig mikið þar sem hún gengur um með stórt leyndarmál um sjálfa sig. Þegar Bryndís æskuvinkona hennar hefur samband verða endurfundir með vinkonunum sem leiðir til þess að Lísa uppgötvar fleiri leyndarmál um líkama sinn og sjúkrasögu sína.

Iceland / 15 min / 2019 / Drama
Director: Anna Katrín Lárusdóttir

BEAST
SKEPNA / HÆSTKUK

Þrettán ára Dagne er einstaklega fær og sjálfstæð í vinnu sinni í hesthúsinu. Hún og hinar stelpurnar prófa færni sína með því að toga í taumana á sterkustu hestunum. Á meðal hópsins liggja væntingar um það sem bíður þeirra við upphaf fullorðinsáranna. En þegar 34 ára gamall járnsmiður kemur til starfa í hesthúsinu umbreytast óljósir æskudraumar yfir í vægðarlausan raunveruleika.

Norway / 14 min / Short Fiction / Drama
Director: Aasne Vaa Greibrokk
Producer: Ragna Mitgard

THE WALKING FISH
FISKURINN SEM GENGUR / 歩く魚

Framagjarnt froskdýr sem lifir í sjónum þráir að halda inn í hinn mannlega heim. Draumur hennar um að þróast yfir í fullkomin einstakling er svo sterkur að hún yfirstígur náttúruleg takmörk líkama síns og umbreytist í mannveru. En jafnvel sem ung kona heldur hún áfram að vera eirðarlaus. Mun hún einhverntíma verða sátt í eigin skinni?

Netherlands, Japan / 19 min / Short Fiction / 2019 / Drama, Fantasy
Director: Thessa Meijer
Writer: Thessa Meijer

OUR LAND
LANDIÐ OKKAR / UTAN ER

Idris og Kojo eru síðustu eftirlifendur hóps afrískra flóttamanna sem hafa lifað sjálfstæðu lífi í sænskum skógi í hátt í tíu ár. Þegar þeir hitta fyrir unga drenginn Stellan upphefst með þeim varasamt vinasamband.

Sweden / 13 min / Short Fiction / 2020
Director: Jean-Luc Mwepu
Writer: Jean-Luc Mwepu
Producer: Julia Sixtensson